Inngangur og Skýringar:
Emobi Ísland ehf. (Kennitala 700413-0120), hér eftir “við”, „Emobi“ eða “söluaðili”, er verslun sem leggur áherslu á sölu farsíma og aðrar skyldar vörur. Viðskiptavinur, hér eftir “þú”, getur pantað vörur á netinu hjá okkur og sótt til okkar eða fengið sent. Þú getur einnig mætt í verslun okkar að Krókhálsi 5c og verslað. Þegar vitnað er í “vefsíðuna” eða “vefsvæðið” er átt við netverslunina hjá Emobi.
Notendasamþykki:
Með því að nota vefsíðuna samþykkir þú (notandinn) m.a. skilmálana sem tilgreindir eru hér og persónuverndarstefnuna okkar sem fjallar um hvaða upplýsingum við söfnum, hvernig við notum þær upplýsingar o.fl.
Þú ábyrgist að upplýsingar sem þú veitir okkur séu uppfærðar og réttar. Ef þú verður var/vör við villu hér eða annarsstaðar á vefsvæðinu ertu vinsamlegast beðin/n um að tilkynna okkur annaðhvort símleiðis eða í tölvupósti. Villa getur lýst sér á ýmsa vegu, t.d. ritvilla, lagerstaða vöru röng, hnappur leiðir ekki á réttan stað o.s.fv. Við ábyrgjumst ekki beinu né óbeinu tjóni sem getur orðið til vegna notkun vefsvæðisins.
Persónverndarstefna:
Sjá persónuverndarstefnu okkar hér
Vörur:
Emobi er með vörulager staðsettan á Íslandi og eru vörur fluttar inn reglulega til landsins. Við kappkostum við að afgreiða allar pantanir eins fljótt og hægt er. Við leggjum okkur fram við að sýna allar vörur í réttum litum og að vörulýsingar séu réttar, en ábyrgjumst ekki litbrigðin eins og þau birtast á tölvuskjá vegna tæknilegra annmarka, né villna á vefsíðunni og óbein tjón sem kunna að stafa af notkun þess.
Verð:
Öll verð á vefsíðunni eru gefin upp í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Verðin innihalda ekki sendingarkostnað nema annað sé tekið fram. Ef heildarpöntun er samanlögð meira en 10.000 kr. þá fellur sendingarkostnaður niður, einungis í Póstbox eða pósthús. Við bjóðum upp á heimsendingu póstsins skv. þeirra gjaldskrá.
Hægt er að greiða fyrir pöntun á nokkra vegu og þú velur þann máta sem hentar best. Þú getur greitt með greiðslukorti frá öllum helstu kortaútgefendum, dreift greiðslum hjá Netgíró eða PEI.
Pantanir:
Þú getur pantað vörur í gegnum vefverslunina okkar eða mætt í verslunina. Allar pantanir eru háðar staðfestingu frá okkur. Við áskiljum okkur rétt til að krefjast skilríkis við afhendingu pöntunar. Þegar pöntun er staðfest er hún afgreidd helst samdægurs, eða næsta virka dag, sé varan til á lager. Ef vara er ekki til á lager þá höfum við samband við þig varðandi framhaldið. Þá getur verið að sending sé væntanleg til okkar og hægt er að bíða, eða velja aðra vöru í staðinn, eða þú getur hætt við kaupin.
Kaupferli:
Þú einfaldlega setur þær vörur sem þú vilt versla í körfu. Svo gengur þú frá körfunni og velur greiðslumáta og flutningsmáta og setur tilheyrandi upplýsingar þar sem er beðið um þau. Þú hefur val um hvort þú viljir stofna aðgang eða kaupa sem gestur. Munurinn liggur í því að ákveðnar upplýsingar, t.d. nafn og heimilisfang o.fl., vistast ef þú kýst að stofna aðgang.
Um leið og Emobi fær tilkynningu um greiðslu er litið svo á að um samning milli kaupanda og seljanda sé að ræða. Viðskiptavinur fær sendan tölvupóst með framgangi pöntunar og getur fylgst með ferlinu í gegnum aðganginn sinn. Þegar varan er kominn í útkeyrslu sendir Pósturinn SMS skilaboð svo framarlega sem farsíma númer hefur verið rétt gefið upp. Sé greiðsla ekki móttekin innan 24 klst. er pöntun álitin ógild. Emobi.is ber ekki ábyrgð á því að greiðslur skili sér ekki í gegnum greiðslugátt. Sé um tímabundið tilboð/verðlækkun að ræða gildir það verð einungis í því magni eða í tilgreindan tíma.
Afhending:
Sjá afhendingarupplýsingar hér.
Vöruskil, endurgreiðsla, vöruskipti:
Viðskiptavinir hafa rétt til að skila eða skipta vöru innan 14 daga frá kaupum. Kaupnóta þarf að fylgja og varan skal vera ónotuð, óskemmd og í upprunalegum umbúðum. Ef varan er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Viðskiptavinur ber ábyrgð á að koma vörunni til okkar og tilheyrandi kostnaði sem því getur fylgt.
Við endurgreiðum í gegnum þá greiðslugátt sem var greitt með og miðast upphæðin við það sem þú greiddir fyrir vöruna að frádregnum flutningskostnaði. Póstburðargjald fæst ekki endurgreitt. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.
Ábyrgð og viðgerðarþjónusta:
Við veitum ábyrgð á okkar vörum samkvæmt íslenskum lögum, sjá lög nr. 48/2003. Ábyrgðin nær ekki til skemmda sem orsakast af rangri notkun, meðferð eða vanrækslu eða það sem má teljast sem eðlilegt slit/rýrnun (gildir ekki um aukahluti og/eða rafhlöður)
Allar almennar vörur eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja, nema annað sé tilgreint og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Ef varan sem þú keyptir hjá okkur reynist gölluð þegar heim er komið, þá þarf að láta okkur vita sem fyrst. Gallinn gæti reynst þannig að senda þurfi tækið til framleiðanda en þá förum við yfir hvernig það ferli virkar. Oft í svoleiðis tilfellum er gerð krafa um að núllstilla tækið, en stundum er það ekki mögulegt.
Ef varan er innan ábyrgðarskilmála þá er best að hafa samband beint við okkur, og framvísa kennitölu eða kaupnótu.
