Google Pixel 10 Pro 128GB

169.900 kr.

Gervigreindin springur út í Google Pixel 10 Pro.

Google Pixel 10 Pro kemur með 6,3 tommu LTPO OLED skjá með 1280 x 2856 upplausn og 120Hz endurnýjunartíðni.  Síminn er knúinn af Google Tensor G5 örgjörva, sem býður upp á stærsta stökk í afli milli pixel síma til þessa. 16GB vinnsluminni og 128GB geymslupláss.

Pixel 10 Pro bætir fullt af eiginleikum við myndavélina. Ný gervigreindar myndaþjálfun (camera coach) hjálpar þér að taka fullkomnu myndina í þeim aðstæðum sem þú ert.
Taktu myndir í meiri fjarlægð með 5x telephoto linsu.
50MP aðalmyndavél með f/1.7 ljósopi og 48MP víðlinsa (123°) bætist við. Hristivörn (OIS og EIS).  Að framan er 42MP sjálfumyndavél með Auto-HDR og panorama stillingum.

Gemini AI gervigreind
Pixel 10 Pro kemur með Gemini AI, innbyggð gervigreind sem gerir símanotkunina enn betri. Gemini getur hjálpað þér að skrifa, skipuleggja, læra og framkvæma verkefni. Þú getur fengið hugmyndir, skrifað sögur og skipulagt stór verkefni, viðburði eða ferðir.  Gemini býður einnig upp á háþróaða myndvinnslu, þar á meðal Photo Unblur sem skerpir á óskýrum myndum, og Add Me sem tryggir að enginn sé skilinn útundan á hópmyndum.  Með Gemini getur þú fengið upplýsingar um það sem þú sérð í raunveruleikanum eða á skjánum þínum, með því að taka mynd og fá hjálp beint úr myndinni

Rafhlaðan er 4870mAh og styður bæði 30W hraðhleðslu og 15W þráðlausa hleðslu. Með hraðhleðslu (PD 3.0 PPS staðall) getur síminn náð allt að 55% hleðslu á 30 mínútum. Pixel 10 Pro er einnig með IP68 vatns- og rykvörn. Hleðslutæki fylgir ekki í kassanum.

Weight 207 g
Dimensions 152,8 × 72 × 8,5 mm
Litur

Moonstone, Obsidian, Jade, Porcelain