Persónuvernd

Hver erum við? Um þessa stefnu

Emobi Ísland ehf., KT. 700413-0120, hér eftir “við”, erum verslun og netverslun með áherslu á farsíma og tilfallandi vörur. Skrifstofa og verslun okkar er staðsett að Krókhálsi 5c, 110 Reykjavík. Símanúmer okkar er 546-9000. og vefsíðan okkar er emobi.is.
Okkur er umhugað um öryggi og rétta meðferð persónuupplýsinga og lýsum hér okkar stefnu er varðar persónuleg, sem og ópersónuleg gögn sem þú færir okkar meðvitað og/eða ómeðvitað með notkun á okkar vefsvæði.

Hvaða upplýsingum við söfnum og hvers vegna

Þegar þú skoðar vefsíðuna okkar söfnum við ákveðnum upplýsingum. Það getur verið til dæmis upplýsingar um tækið eða vafrann sem þú notar eða hvaða vörur þú skoðar. Þessar upplýsingar geta nýst okkur í að leggja áherslur og stefnur fyrir vefinn okkar.
Þú veitir okkur ákveðnar persónugreinanlegar upplýsingar ef þú ákveður að gera pöntun hjá okkur eða hefur samband við okkur í gegnum vefsíðuna. Það eru upplýsingar á við nafn, kennitölu, tölvupóst, símanúmer, heimilisfang, viðskiptagögn og annað tilfallandi til þess að við getum uppfyllt pöntunina og okkar skyldur t.a.m. viðskiptalega.
Við notum vefkökur til að bæta upplifun notenda og greina notkun vefsíðunnar.
Þú getur breytt stillingum vafrans þíns til að hafna vefkökum eða eyða þeim hvenær sem er.
Við notum meðal annars:
– Nauðsynlegar kökur fyrir virkni vefsins (t.d. körfu og innskráningu)
– Google Analytics til að mæla heimsóknir
– Facebook Pixel til að mæla árangur auglýsinga

Hverjum deilum við gögnum með?

Við deilum aðeins persónuupplýsingum með þriðju aðilum þegar nauðsyn krefur. Greiðsluaðili og/eða póstflutningsaðili sem er valinn í pöntunarferlinu fær sent til sín nauðsynlegar upplýsingar til að geta framkvæmt greiðslur/sendingar og uppfyllt sínar viðskiptalegar skyldur.
Við seljum ekki gögn til þriðja aðila, en við gætum þurft að veita samstarfsaðila aðgang að þeim vegna tækni aðstoðar og/eða þjónustu. T.d má nefna hýsingaraðila eða hugbúnaðarþjónustu, markaðs- og greiningarverkfæri Google og Meta og fleiri tilfallandi aðilar. Í þeim tilfellum er þjónustusamningur til staðar og farið í svoleiðis af fyllstu gát og vandvirkni.

Varðveisla gagna

Við varðveitum persónuupplýsingar aðeins nógu lengi og nauðsyn krefur fyrir þann tilgang sem þær voru safnaðar, eða eins og lög krefjast (t.d. varðveislu bókhaldsgagna)

Hver er þinn réttur

Þú hefur rétt til að biðja um afrit og/eða eyðingu þeirra gagna sem við höfum um þig, ef það skarast ekki á við okkar bókhaldslegu og viðskiptalegu skyldur.
Þú getur haft samband við Persónuverndarstofnun fyrir nánari upplýsingar um rétt þinn o.fl og lagt fram kvörtun varðandi meðferð persónuupplýsinga skv. lögum nr. 90/2018.