English Islenska
Velkomin á emobi.is Innskrá eða stofna aðgang.
Áhugavert

Skilmálar

emobi.is er netverslun og eiga öll samskipti sér stað í mjög traustu og dulkóðuðu greiðslukerfi Valitors á íslandi.

Ferli

Viðskiptavinur skráir sig inn sem gestur eða stofnar aðgang sem skráður notandi og greiðir fyrir vöruna með kreditkorti, Netgiro eða bankamillifærslu. Um leið og emobi.is fær tilkynningu um greiðslu er litið svo á að um samning milli kaupanda og seljanda sé að ræða. Viðskiptavinur fær sendan tölvupóst með framgangi pöntunar og getur fylgst með ferlinu í gegnum aðganginn sinn. Um leið og varan er kominn í útkeyrslu eru send út sms smáskilaboð svo framarlega sem farsíma númer hefur verið gefið upp. Sé greiðsla ekki móttekin innan 24 klst. er pöntun álitin ógild. emobi.is tekur enga ábyrgð á því að greiðslur skili sér ekki í gegnum greiðslugátt Valitor. Sé um tímabundið tilboð/verðlækkun að ræða gildir það verð einungis í tilgreindan tíma.

Afhending

Þær vörur sem pantaðar eru á emobi.is verða sendar með Póstinum samkv. gjaldskrá Íslandspósts, eða samkvæmt öðrum samningum sem tilgreindir eru. Ef pöntun er gerð fyrir kl. 12.00 á virkum degi er hún skráð inn hjá Íslandspósti sama dag með afhendingarnúmeri. eins hægt er að sækja til okkar að Krókhálsi 5c, 110 Reykjavik. 

Greiðslur og öryggi við pantanir

Hægt er að greiða vörur með greiðslukorti, Netgiro eða millifærslu. Öll vinnsla kreditkortanúmera á netinu er dulkóðuð svo að öryggi kaupenda sé tryggt. Allar viðkvæmar upplýsingar, s.s. kreditkortanúmer, sem gefnar eru upp hjá emobi.is eru dulkóðaðar. það er gert til að tryggja að óviðkomandi aðilar geti ekki komist yfir upplýsingarnar. Notast er við greiðslukerfi Valitor.

Verð

Öll verð eru með virðisaukaskatti. Vinsamlega athugið að emobi tekur ekki ábyrgð á mynda- eða prentvillum.

Vörur

emobi.is er með vörulager staðsettan á Íslandi og eru vörur fluttar inn til landsins allt að 3 sinnum í viku. Við kappkostum við að afgreiða allar vörur samdægurs, en þó aldrei seinna en 2 dögum eftir pöntun. emobi.is leggur sig fram um að sýna allar vörur í réttum litum. en ábyrgist ekki litbrigðin eins og þau birtast á tölvuskjá vegna tæknilegra annmarka.

Skilaréttur

Ánægja viðskiptavina skiptir okkur miklu máli. Uppfylli vara ekki væntingar er hægt að skila henni innan 14 daga og fá inneignarnótu. Skila þarf vörunni ónotaðri og óskemmdri í upprunalegum umbúðum ásamt kaupnótu. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Útbúin er inneignarnóta (Kreditreikningur) sem gildir í eitt ár frá vöruskilum. Vinsamlega hafið samband um leið og skila þarf vöru á sala@emobi.is. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur.að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Ábyrgð og viðgerðarþjónusta

Allar almennar vörur eru seldar með tveggja ára ábyrgð til neytenda, en eins árs ábyrgð til fyrirtækja (gildir ekki um aukahluti og/eða rafhlöður) og er sölureikningur vörunnar ábyrgðarskírteini hennar. Ef varan sem þú keyptir hjá okkur starfar ekki samkvæmt vörulýsingu eða reynist gölluð þegar heim er komið þá fylgir þú eftirfarandi leiðbeiningum: Ef varan er innan 2 ára ábyrgðarskilmála þá er best að hafa samband beint við emobi.is, og framvísa reikning. Varðandi frekari upplýsingar sendirðu á okkur póst og við munum bregðast fljótt við sala@emobi.is

Eignaréttsfyrirvari

Hið selda er eign seljanda þar til verðið er greitt að fullu. Greiðsla með kreditkortum eða kreditkortaláni afnema ekki eignaréttinn fyrr en fullnaðargreiðsla hefur borist.

Trúnaður og persónuupplýsingar

Fullum trúnaði er heitið vegna persónuupplýsinga og verða þær aldrei sendar til þriðja aðila

Nýjar vörur
114,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
209,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
164,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
154,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
189,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
139,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
39,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
84,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
99,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
8,900 kr.
Bæta á óskalista
Bera saman
  • Apple
  • Xiaomi
  • Caterpillar
  • Samsung
  • Nokia
  • OnePlus
  • Motorola